Karfa:

0 hlutir - 0 kr
Það eru engar vörur í körfunni þinni.

Bóksala stúdenta

Varien

Bóksala stúdenta á Háskólatorgi.

Starfsfólk

Staðsetning og opnunartími

Bóksala stúdenta er fyrirtæki í örum vexti og eina bókabúðin sinnar tegundar á landinu. Meginmarkmið Bóksölunnar er að útvega stúdentum við Háskóla Íslands kennslubækur og önnur námsgögn á sanngjörnu verði. Þá sinnir Bóksalan fleirum en stúdentum við Háskóla Íslands og þjónustar í raun allan hinn akademíska heim á Íslandi; Háskólann í Reykjavík, Háskólann á Bifröst, Háskólann á Akureyri og Landbúnaðarháskólann svo eitthvað sé nefnt. Bóksalan er vel í stakk búin til að útvega öll helstu fræðirit og handbækur sem háskólamenn og háskólamenntaðir sérfræðingar nota.

Bóksala stúdenta er ekki bara námsbókabúð, hún er alhliða bókaverslun þar sem hægt er að fá firnin öll af góðum bókum. Af erlendu bókunum fer mest fyrir titlum á ensku, en einnig er nokkuð úrval bóka á Norðurlandamálunum, sem og á öðrum tungumálum eins og þýsku, frönsku og spænsku. Íslenskar bækur er vitanlega einnig að finna í Bóksölunni og hægt að útvega alla fáanlega titla. Einnig hefur Bóksalan upp á að bjóða gott úrval tölvubóka, auk fræði- og vísindarita, umfangsmikla sérpöntunarþjónustu, ritföng og tímarit í miklu úrvali.

Bóksalan er ein af rekstrareiningum Félagsstofnunar stúdenta sem er sjálfseignarstofnun með sjálfstæða fjárhagsábyrgð. Að FS standa stúdentar innan Háskóla Íslands, Háskólinn og menntamálaráðuneytið. Stofnunin byggir upp og rekur margháttaða þjónustu svo sem stúdentagarða, bóksölu, kaffistofur, atvinnumiðstöð og leikskóla.