Klækjabrögð

Í bókinni segir frá Mínu og Sínu sem lenda í undarlegri atburðarás með æsilegum eltingarleikjum, skuggalegum þjófum, hættulegum njósnaferðum, úthugsuðum klækjabrögðum, átökum við alþjóðleg glæpasamtök og ströfum fyrir leyniþjónustu!

Sígildar sögur

Sögusafn fjölskyldunnar! Tímalausar sögur Disney lifa áfram í þessu heillandi sögusafni sem myndskreytt er með fallegum klassískum teikningum. Bók sem gleður alla fjölskylduna.

Herbergi í öðrum heimi

Herbergi í öðrum heimi hefur að geyma sjö smásögur. María Elísabet skrifar af öryggi og innsæi um þrá fólks eftir tengslum og uppgjöri. Sunnudagsbröns snýst upp í andhverfu sína, börn dvelja á mörkum sakleysis og grimmdar, ung kona finnur ellina á eigin skinni, samskiptamynstur erfast milli kynslóða og veisla markar tímamót í lífi systra. Með […]

Taugaboð á háspennulínu

Taugaboð á háspennulínu er tvískipt ljóðabók um tjáningu og einangrun með lifandi myndum og marglaga tengingum sem koma á óvart. Fyrri hlutinn fjallar um samband ómálga barns og eldri manneskju sem er að tapa málinu. Í seinni hluta skoðar ljóðmælandi umhverfi sitt og þrár samhliða vísindalegum skýringum á náttúrunni. Fyrir þetta fyrsta verk sitt fékk […]