Bókakaffi Stúdenta

Í Bóksölunni er einnig að finna notalegt kaffihús, Bókakaffi Stúdenta. Þar geta gestir og gangandi tilt sér og fengið sér gæðakaffi á meðan gluggað er í bók og fylgst með mannlífinu á torginu. 

Bókakaffið er í samstarfi við Te & Kaffi og býður upp á gæðakaffi og te. Á kaffihúsinu okkar er einnig hægt að kaupa hágæða súkkulaði og ný bakað bakkelsi. Líkt og verslunin er Bókakaffi Stúdenta ekki hagnaðardrifið og er það því sennilegasta ódýrasta kaffihús bæjarins og vel þess virði að kíkja við, allir velkomnir, ungir sem aldnir!

Ýmsir viðburðir fara reglulega fram í Bókakaffinu, svo sem upplestrar, kynningar og útgáfur bóka. Við bjóðum alla velkomna að vera með viðburð hjá okkur en það kostar ekki neitt, áhugasamir geta sent okkur póst á boksala@boksala.is til að bóka rýmið.