Leiðbeiningar fyrir rafbækur

Það eru mismunandi leiðir að rafbókum og fer það eftir hvar bækurnar eru hýstar.

Nauðsynlegt að lesa leiðbeiningar og skilmála vel áður en rafbók er keypt.

Við hjá Bóksölunni bjóðum upp á mikla breidd í rafbókum með mismunandi notkunarmöguleika og viðmót:

 • Rafbókahillan – Hægt er að lesa bækurnar beint frá þínu svæði undir Mínar rafbækur en það er einungis hægt í 1 ár frá því að bókin var keypt. Til að hafa aðgang að bókinni eftir þann tíma þarf að vera búið að hlaða niður forriti/appi sem heitir Bookshelf og ná í bækurnar þar.  Hér eru myndbands leiðbeiningar um notkun Bookshelf forritsins.
 • Rafbækur – Adobe Digital Editions er notað til að lesa rafbækur frá Bóksölunni í tölvu. Fyrir snjallsíma og spjaldtölvur mælum við með ADE fyrir snjalltæki.
  1. Sæktu ADE og búðu til Adobe ID.
  2. Opnaðu vafra – farðu inn á boksala.is og smelltu á Innskráning/Nýskráning. Skráðu þig inn.
  3. Þar smellir þú á “Opna bók”. Þá hleðst niður skrá (urllink.acsm). Vertu búin/n að innskrá þig með Adobe ID inn á ADE ÁÐUR en þú smellir á urllink.acsm
 • English:

 • Ebooks – Adobe Digital Editions is used to read ebooks from Bóksalan on a computer. For smartphones and tablets, we recommend ADE for mobile devices.

 1. Download ADE and create your Adobe ID.
 2. Open a browser – go to boksala.is and click on Login / Register. Log in.
 3. There you click on “Open book”. Then download a file (urllink.acsm). You must be logged in with Adobe ID to ADE BEFORE clicking urllink.acsm

Rafbók getur nýst á svo margan annan hátt en að vera bara texti á skjá. Fylgdu skrefunum sem liggja að þinni bók.

Skrefin að Rafbókahillunni

Skref 1 - Hvar sem er, hvenær sem er.

Hér er hlekkur á forrit/app sem heitir Bookshelf – Þú þarft að ná í bækurnar þínar í gegnum þetta forrit til að hafa aðgang að þeim lengur en 1 ár.

Bókamerki, yfirstrikun og glósur

Gleymdir þú að koma með mismunandi yfirstrikunarpenna með þér á bókasafnið. Hér er námið gert auðvelt með því að samstilla síðastu lesnu síðuna þína, bókamerki, minnismiða og yfirstikunina milli tækja! Þú getur sett inn mismunandi yfirstrikunar liti og prentað út síður.

Hlustaðu á bókina

Sumum þykir betra að hlusta um leið og lesið er – sumum finnst bara gott að hlusta. Þessi kostur getur bæði aðstoðað þig við lesturinn og sparað þér tíma. Gott fyrir þá sem stríða við lesblindu.

Leita og góð yfirsýn

Ef þú vilt lesa um tiltekið efni en manst ekki hvar í textanum það er staðsett, getur þú notað innbyggða leit í bókinni. Ef þú manst ekki í hvaða bók viðkomandi setning var, getur þú leitað í allri rafbókahillunni þinni. Ef þú vilt fá meiri upplýsingar um orð í bókinni þá er einfalt að leita á Wikipediu með því að auðkenna orðið og hægrismella.

Skrefin að Rafbókinni (epub og pdf)

Skref 1 - Adobe ID (auðkenni að þú eigir bókina)

Til að hægt sé að lesa bókina þarf að auðkenna notendann með Adobe ID, ef þú ert ekki skráður fyrir Adobe ID getur þú ýtt HÉR til að ná þér í ID.

Skref 2 - Hlaða niður lestrarforriti (appi)

Það þarf að hlaða niður forriti (appi) til að lesa bókina. (ADE)

Skref 3 - Samþykkja auðkenni

Þá er komið að því að virkja hlekkinn sem er undir „Mínar rafbækur“ ef rétt hefur verið gert ætti ADE að opnast, en beðið er fyrst um Adobe ID auðkennið þitt og síðan keyrir forritið/appið upp bókina þína.

Skref 4 - Lesa bókina og njóta

Nú ætti bókin þín að vera komin fyrir þig að byrja að lesa. Þú getur yfirstrikað í textanum, gert glósur og fleira.

Eigðu góða lesningu.

Þetta er svona auðvelt.
Bókin er alltaf tiltæk hvar sem þú ert.