Leiðbeiningar fyrir rafbækur – (epub – pdf – Bookshelf)
Það eru mismunandi leiðir að rafbókum og fer það eftir hvar bækurnar eru hýstar.
Nauðsynlegt að lesa leiðbeiningar og skilmála vel áður en rafbók er keypt.
Við hjá Bóksölunni bjóðum upp á mikla breidd í rafbókum með mismunandi notkunarmöguleika og viðmót:
- Rafbókahillan – Hægt er að lesa bækurnar beint frá þínu svæði undir Mínar rafbækur en það er einungis hægt í 1 ár frá því að bókin var keypt. Til að hafa aðgang að bókinni eftir þann tíma þarf að vera búið að hlaða niður forriti/appi sem heitir Bookshelf og ná í bækurnar þar. Hér eru myndbands leiðbeiningar um notkun Bookshelf forritsins.
- Rafbækur í epub og pdf – Þú hleður niður skrá sem opnast í því lestrarforriti sem þér finnst þægilegast að nota, en við mælum með Adobe Digital Editions.
Fyrir snjallsíma og spjaldtölvur mælum við eindregið með snjallforritinu PocketBook. Hér er hægt að hlaða PocketBook niður fyrir Android | Apple.
Eftir að þú hefur sótt snjallforritið og búið til Adobe ID, þá opnarðu vafra á snjalltækinu þínu og ferð inn á www.boksala.is, þar sækirðu þá bók sem þú vilt hafa í snjallforritinu. Þú skrifar svo inn Adobe ID aðgangsupplýsingarnar þínar og þá hleðst bókin sjálfkrafa niður í PocketBook.
-
English: For smartphones and tablets we recommend using the app PocketBook. Here you can get PocketBook for Android | Apple.
When you’ve downloaded PocketBook and created an Adobe ID, then you open a browser on your smart device and log in to your account on www.boksala.is. Then you select “Downloads” under the “Dashboard”, where you can select “Retrive book” on the book you wish to add to your PocketBook. Then you should get the option to “Open in PocketBook”, when Pocketbook opens you are asked for your Adobe ID information, when you have given your information the book will download automatically.
Skrefin að Rafbókahillunni




Skrefin að Rafbókinni (epub og pdf)


Það þarf að hlaða niður forriti (appi) til að lesa bókina. (ADE)



Þetta er svona auðvelt. Bókin er alltaf tiltæk hvar sem þú ert.