Bóksala Stúdenta

Bóksala stúdenta er á Háskólatorgi, í hjarta háskólasamfélagsins. Verslunin er opin öllum innan og utan Háskólasvæðisins og úrvalið við allra hæfi, jafnt barna sem fullorðinna.

Bóksala stúdenta hefur verið rekin af Félagsstofnun stúdenta (FS) frá stofnun fyrirtækisins árið 1968 en sala námsbóka var áður á vegum Háskóla Íslands og Stúdentaráðs HÍ. Meginmarkmið hefur frá upphafi verið að útvega stúdentum við Háskóla Íslands kennslubækur og önnur námsgögn á sanngjörnu verði. Í áranna rás hefur umfangið og þjónustan aukist verulega og í dag útvegar Bóksalan öllum háskólum landsins og fjölda framhaldsskóla námsgögn og stofnunum fag- og fræðirit. Bóksala stúdenta er ekki hagnaðardrifin verslun og er verðlagi haldið niðri eins og kostur er.

Síðustu ár hefur vöruúrval Bóksölunnar breyst og orðið fjölbreyttara. Auk fjölda bóka af ýmsum toga býr verslunin yfir úrvali ritfanga, vörum merktum Háskóla Íslands, smá- og gjafavörum og leikföng fyrir þau yngstu. Auk þess geta námsmenn fundið ýmislegt nytsamlegt sem henta vel til í búsetu á Stúdentagörðum.

Hjá okkur er einnig hægt að sérpanta bækur sem ekki fást annarsstaðar, hægt er að sérpanta bæði í gegnum vefsíðuna en einnig er hægt að koma til okkar í búðina   og við sjáum um þetta fyrir þig!

Hægt er að finna allar vörur í búðinni inn á vefsíðunni okkar en við sendum hvert á land sem er og erlendis líka. Allar upplýsingar um póstþjónustu okkar má finna hér að neðan. 

Vertu velkominn til okkar! 

Bókakaffi Stúdenta

Í Bóksölunni er einnig að finna notalegt kaffihús, Bókakaffi Stúdenta. Þar geta gestir og gangandi tilt sér og fengið sér gæðakaffi á meðan gluggað er í bók og fylgst með mannlífinu á torginu. 

Bókakaffið er í samstarfi við Te & Kaffi og býður upp á gæðakaffi og te. Á kaffihúsinu okkar er einnig hægt að kaupa hágæða súkkulaði og ný bakað bakkelsi. Líkt og verslunin er Bókakaffi Stúdenta ekki hagnaðardrifið og er það því sennilegasta ódýrasta kaffihús bæjarins og vel þess virði að kíkja við, allir velkomnir, ungir sem aldnir!

Ýmsir viðburðir fara reglulega fram í Bókakaffinu, svo sem upplestrar, kynningar og útgáfur bóka. Við bjóðum alla velkomna að vera með viðburð hjá okkur en það kostar ekki neitt, áhugasamir geta sent okkur póst á boksala@boksala.is til að bóka rýmið.

Verslunin Háskólatorgi

Bóksala stúdenta er staðsett á Háskólatorgi í Háskóla Íslands. Þó hún sé kennd við stúdenta og verðlag sniðið að peningaveski þeirra er hún opin öllum. Verslunin er lífleg og skemmtileg með fjölbreytt vöruúrval fyrir nemendur á öllu skólastigi og bækur við allra hæfi, börn og fullorðna, bæði afþreyingar- og námsbækur.

Í versluninni telur úrval bóka að jafnaði um 12.000 titla. Í gegnum erlendan samstarfsaðila hefur Bóksalan aðgang að vöruhúsi sem hýsir um 400 þúsund titla prentaðra bóka hverju sinni sem hægt er að panta á vefversluninni okkar og fá afhentar á skömmum tíma.