Vefverslun

Það er mjög einfalt að versla í vefversluninni okkar. Þar getur þú bæði keypt bækur eða aðrar vörur eins og gjafavörur og ritföng. Auðvelt er að leita eftir einstaka bókum, en ef við skyldum ekki eiga hana þá geturðu lagt inn sérpöntun fyrir henni.  Til þess að geta verslað á vefnum okkar þarftu að vera skráður viðskiptavinur. Mögulegt er að fá vörur sendar á annað heimilisfang en greiðanda (t.d. ef um gjöf er að ræða)  en í þeim tilfellum er hægt er að senda okkur póst með númeri pöntunar. Við getum líka pakkað vörunni inn fyrir þig án aukakostnaðar.

Afhendingarmáti vöru.

Hægt er að velja um nokkrar leiðir til þess að fá vöruna í hendur:

  • Sækja vöruna í Háskóla Íslands.
  • Sækja vöruna í Háskólann í Reykjavík.
  • Fá vöruna senda með Íslandspósti á næsta pósthús.
  • Fá vöruna senda með Íslandspósti beint heim.

Greiðslumáti vöru

  • Greiðslukort eða debetkort.
  • Netgíró. Reikningur birtist í netbanka viðkomandi sem greiða þarf innan 14 daga frá kaupum.