Póstþjónusta Bóksölu stúdenta

Póstþjónusta innanlands með Íslandspósti.

Íslandspóstur kemur til okkar tvisvar á dag, þ.e. að morgni kl. 9 og í eftirmiðdaginn kl. 15. Pantanir af höfuðborgarsvæðinu berast oftast á pósthús að morgni næsta dags. Pantanir sem berast utan af landi eru komnar á áfangastað að öllu jöfnu einum til tveimur dögum eftir pöntun. Gjaldið er 990 kr. fyrir vörur greiddar með greiðslukorti (sent á næsta pósthús) 1.780 kr. fyrir heimsendingu.

Pakki er kominn í pósthús

Þegar pakki er kominn í pósthús fær viðtakandi tilkynningu þess efnis, annað hvort með SMS tilkynningu eða með tilkynningu sem er borin út daginn eftir komu pakkans á pósthús (“Pakki pósthús”). Getur viðtakandi þá nálgast pakkann. Pakkinn er afhentur á pósthúsi viðtakanda við framvísun tilkynningar (prentuð eða SMS) og skilríkja með mynd. Viðtakandi getur einnig veitt öðrum aðila skriflegt umboð til að taka á móti pakkanum á pósthúsi fyrir hans hönd.

Pakki heim

Þjónustan “Pakki heim” er í boði í þeim póstnúmerum þar sem heimkeyrsla er. Á höfuðborgarsvæðinu (nema pnr 116, 271 og 276) og Akureyri er Pakki heim keyrður út til einstaklinga frá mánudegi til föstudags klukkan 17:00 – 22:00 og til fyrirtækja frá mánudegi til föstudags klukkan 09:00 – 17:00. Annars staðar á landinu þar sem heimkeyrsla er í boði er mismunandi hvaða tímasetningar eiga við. Ef póstlagt er fyrir kl. 16:30 verður pakkinn keyrður út 1., 2. eða 3. dag eftir póstlagningu. Gerð er ein tilraun til afhendingar og sé hún árangurslaus er tilkynning skilin eftir. Í þeim tilfellum má nálgast pakkann á viðkomandi pósthúsi næsta virka dag gegn framvísun tilkynningarinnar.

SMS tilkynning innanlands

Viðtakanda verður send SMS tilkynning áður en útkeyrsla er reynd og viðtakandi getur gert viðeigandi ráðstafanir.

Póstþjónusta til útlanda með Íslandspósti

Við sendum til flest allra landa í heiminum. Í gegnum vefverslun er flutningsgjaldið 3.300 kr. á bók.

Afhending

Við notum „Economy“ sendingarþjónustu, en slíkir pakkar eru sendir í flugi tvisvar í viku.

Afhending pakka til útlanda ræðst af þjónustuleið og ákvörðunarlandi pakkans. Skoðaðu áætlaðan flutningstíma til útlanda. Sjá hér